Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Pólskir foreldrar hafa lagt fram kæru á hendur félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu fyrir að halda börnum þeirra frá þeim þrátt fyrir dóm Landsréttar um að þau fari með forsjána. Pólska sendiráðið segir málið alvarlegt og að verið sé brjóta á pólskum borgurum. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum við ráðgjafi hjá Stígamótum sem segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki bera það fyrir sig að þolandinn sé veikur á geði til þess að rýra trúverðugleika þeirra. Samfélagið taki því of oft sem heilögum sannleik og trúi ekki þolendanum.

Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Við ræðum við stofnanda safnsins sem segir að mikilvægt að halda á lofti sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga.

Verslunarkeðjan Super 1 mun fylla skarð þriggja Bónus verslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×