Enski boltinn

Big Mac kom fljúgandi úr geimnum og lenti á æfingasvæði Colchester | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi Big Mac flaug ansi hátt.
Þessi Big Mac flaug ansi hátt.
Fyrirsögnin hér að ofan hljómar líklega eins og versta lygasaga. Hér er þó engu logið. Bic Mac kom raunverulega úr geimnum og lenti á æfingasvæði enska liðsins Colchester.

Starfsmenn Colchester skildu augljóslega ekki neitt í neinu er þeir fundu Bic Mac á æfingasvæðinu sem var tengdur í kassa með Go Pro myndavél.

Eigandi hamborgarans hafði þá samband og lét félagið vita af því hvað væri í eiginlega í gangi.





Eigandi hamborgarans var YouTube-stjarnan Tom Stanniland frá Sheffield. Hann hafði sent Big Maccinn upp í geim með veðurloftbelg. Hann vildi vita hvernig Bic Mac smakkaðist eftir að hafa farið í geiminn.





Hér má svo sjá myndbandið sem Stanniland gerði um ævintýri hamborgarans. Það er stórskemmtilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×