Arsenal átti engin svör við Leicester Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ansi öflugir vísir/getty Arsenal heimsótti Leicester City á King Power leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðskemmtilegur leikur. Mikill hraði var í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en staðan í leikhléi var engu að síður markalaus. Pierre Emerick Aubameyang skoraði fyrsta mark leiksins snemma í síðari hálfleik en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 68.mínútu kom Jamie Vardy heimamönnum yfir eftir laglegan undirbúning Harvey Barnes og Youri Tielemans. Skömmu síðar gulltryggði James Maddison svo sigur Leicester þegar hann skoraði eftir sendingu frá Vardy. Sigurganga Leicester heldur því áfram á meðan hvorki gengur né rekur hjá Arsenal. Enski boltinn
Arsenal heimsótti Leicester City á King Power leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðskemmtilegur leikur. Mikill hraði var í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en staðan í leikhléi var engu að síður markalaus. Pierre Emerick Aubameyang skoraði fyrsta mark leiksins snemma í síðari hálfleik en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 68.mínútu kom Jamie Vardy heimamönnum yfir eftir laglegan undirbúning Harvey Barnes og Youri Tielemans. Skömmu síðar gulltryggði James Maddison svo sigur Leicester þegar hann skoraði eftir sendingu frá Vardy. Sigurganga Leicester heldur því áfram á meðan hvorki gengur né rekur hjá Arsenal.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti