7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 18:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira