Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 17:15 Jón Þór hefur starfað á Litla Hrauni síðan 2011. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. Í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni og við krufningu kom í ljós að hann hafði innbyrt mikið magn af fíkniefninu spice. Árið 2017 var talað um spice-faraldur á Litla-Hrauni en ljóst er að staðan er mun verri í dag. Spice er án efa eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld hafa þurft að fást við. Fréttablaðið ræddi við meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni, lögreglumenn, lyfjafræðing og formann félags fanga um þetta nýja eiturlyf. Allir eru þeir sammála um að hættan er mikil enda er það ólíkt flestu sem til er á markaðinum. Framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum til þess að vera á undan löggjafanum sem þýðir jafnframt að notendurnir geta ekki vitað hvað þeir setja ofan í sig. Auk þess þarf aðeins eitt gramm af hreinu efni til að búa til hundruð neysluskammta. Þetta þýðir að í auknum mæli koma upp ofneyslutilfelli þar sem notendur fara í krampakast og andnauð. Langtímaáhrifin eru litlu skárri.Lítið má út af bregða „Spice er stórt vandamál hérna og það er mjög erfitt að fást við þetta. Þetta er það vímuefni sem við höfum verið mest að kljást við í marga mánuði. spice byrjaði að vera vandamál þegar það kom inn í fangelsið fyrst árið 2017. Í dag er neyslan meira viðvarandi. Hún hefur náð fótfestu og virðist ekki vera á förum,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla-Hrauni. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta en það hefur ekki gengið vel. Nánast daglega erum við að taka efni og neyslutól en það virðist engu breyta.“ Jón segir að fangarnir virðist alltaf einu skrefi á undan þegar kemur að því að smygla efnunum inn í fangelsið. Mest grunar hann að efnin komi inn með heimsóknargestum. En fangarnir fá að vera í næði með þeim í sérstökum herbergjum ef þeir haga sér vel. Annars fara heimsóknir fram á bak við gler og gegn um síma. „Efnið virðist vera að koma hingað inn í hreinu formi. Þetta er mjög sterkt og það þarf lítið til. Úr aðeins einu grammi af hreinu spice er hægt að búa til einhver hundruð neysluskammta,“ segir Jón Þór. Á Litla-Hrauni er mikið samneyti á milli fanga á ólíkum deildum. Þeir hittast, til dæmis í útiveru og við vinnu. Frá klukkan 22.00 til 8.00 eru þeir lokaðir einir inni í klefa og þar er óumdeilt að neyslan fer fram. Fangarnir mega reykja tóbak inni í klefum sínum og engir skynjarar fara af stað ef kveikt er í spice-jónu. Aðspurður um vímuáhrifn segir Jón Þór að þetta lýsi sér að einhverju leyti eins og kannabisvíma. „Menn verða mjög vímaðir mjög hratt en það varir ekki lengi. Eftir það verða þeir flatir og „mellow“ sem minnir kannski frekar á kannabisvímuna,“ segir hann. Þar sem lítið þarf af efninu má lítið út af bregða. „Efnafræðin á bak við þetta er mjög misjöfn. Ef þeir klikka á blöndunni, blanda of sterkt eða álpast til að nota þetta hreint, þá fá menn krampaköst og verða ósjálfbjarga,“ segir Jón Þór. Þetta er það sem notendur spice kalla að froska eða fara í froskinn. „Við höfum þurft að kalla til sjúkrabíl oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Fangaverðirnir sjálfir eru iðulega spurðir af heilbrigðisstarfsfólki um ástand fanganna enda eru þeir farnir að þekkja áhrif spice vel. Í samtölum sínum við notendur segir Jón Þór að hann verði var við mjög mikla fíkn og að notendur ánetjist afar hratt. En hann veit ekki til þess að fráhvörfin séu mikil sé neyslunni hætt. Áhrifin á notendurna koma hins vegar fljótt í ljós, bæði líkamleg og andleg. „Þetta er alveg agalegt fíkniefni,“ segir Jón Þór. „Eftir langvarandi neyslu af þessu verða menn alveg eins og draugar. Þetta tekur ekki síður toll andlega en líkamlega.“ Jón Þór telur rétt að taka hart á notkun spice innan veggja Litla-Hrauns. „Þetta er öryggisfangelsi og þetta er ein helsta öryggisógn sem við stöndum frammi fyrir. Með þetta efni getum við aldrei vitað hvenær sé um ofskömmtun að ræða.“ Hann telur að fyrirkomulagið á Hólmsheiði sé mun betra en á Litla-Hrauni. Þar eru menn stúkaðir betur af og samneyti á milli ganga minna. Jón Þór telur að mikill meirihluti fanga á Íslandi eigi við fíknivanda að stríða, kannski um 90 prósent. Blöndun fanga á Litla-Hrauni gerir allar vímuvarnir erfiðari. „Þetta er eins og að reyna að vera með edrúborð á bar,“ segir hann. Þar að auki eru fíkniefni í fangelsi dýr, mun dýrari en á götunni. Menn lenda í skuld hver gagnvart öðrum og þurfa að greiða með einhverjum hætti. Það er pressað stíft á skuldara, til dæmis að láta aðstandendur þeirra smygla efnum inn í gegnum gestaheimsóknir.Vonlaust að vita hvaða efnis er verið að neyta Að sögn Valþórs Ásgrímssonar, verkefnastjóra hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, er ekki einfalt að nálgast viðfangsefnið spice því að um er að ræða mörg efni og fæst þeirra hafa verið rannsökuð. „Orðið spice er tilkomið af því að þegar þessi efni fóru fyrst að sjást af einhverri alvöru árið 2008 voru þau seld í pakkningum sem merktar voru þessu heiti. Eftir það varð orðið að einhvers konar regnhlífarheiti yfir ýmiss konar efni sem hafa margs konar verkun,“ segir hann. „Ég held að flestir reyni að komast hjá því að nota orðið spice enda er afar óljóst um hvað er rætt þegar það er notað. Í seinni tíð er orðið helst notað yfir efni sem við höfum kallað nýmyndaða kannabínóða.“ Á vegum EMCDDA, evrópskrar stofnunar sem fylgist með lyfjum og fíkn, er nú fylgst með um 200 nýmynduðum kannabínóðum. Þeir eru mjög breytilegir í byggingu en eiga það sameiginlegt að bindast sömu viðtökum og tetrahýdrókannabínól (THC), virka efnið í kannabis. „Að einhverju leyti svipar áhrifunum til áhrifa kannabis en oft eru þau meiri og ákafari og ekki alveg fyrirsjáanleg,“ segir Valþór. „Efnin eru virk í mjög smáum skömmtum og því getur lítill munur í skömmtun orðið að miklum mun í áhrifum.“ Efnunum er yfirleitt blandað við annað plöntuefni og þau síðan reykt. „Enn fremur er talið að sum efnanna séu mun lengur að brotna niður en tetrahýdrókannabínól þannig að víman getur varað lengi. Þá er ekki fullrannsakað hvort þau hafi áhrif gegnum fleiri boðleiðir en kannabisviðtakann,“ segir Valþór. Að sögn Valþórs hafa eitranir og dauðsföll verið rakin til notkunar nýmyndaðra kannabínóða. „Almennt má segja að efnin séu oft mjög stutt á markaði, hverfa oft jafn hratt og þau birtust og því mjög erfitt að eltast við hvert einstakt efni. Þá er einnig nánast vonlaust fyrir neytandann að vita hvaða efnis hann er að neyta.“ Nýmyndaðir kannabínóðar ganga undir mörgum öðrum nöfnum en spice erlendis. Til dæmis K2, Black Mamba, Blaze, Zohai, Spike, Genie, Yucatan og svo mætti lengi telja.Á undan löggjafanum Jón Gunnar Sigurgeirsson, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lítið hafi borið á notkun spice á götunum. Hann telur að án efa séu einhverjir hópar að nota en haldlagningar hafa verið fáar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að á síðustu fimm mánuðum hafi fimm mál komið inn á þeirra borð þar sem staðfest er að um ólöglegt efni sé að ræða. En eitt helsta vandamálið við að takast á við spice er að framleiðendur eiturlyfjanna eru einu skrefi á undan löggjafanum. „Til þess að það sé ólöglegt að hafa efnin í sinni vörslu þurfa þau að vera á lista yfir ólögleg fíkniefni. Það er sífellt verið að breyta samsetningunni til þess að þetta sé ekki á þeim lista. Þetta þýðir líka að áhættan verður þeim mun meiri því menn vita ekkert hvað þeir eru að fá í hendurnar.“ Oddur segir að verkferlið sé eins og með önnur fíkniefni. „Efnin eru haldlögð ef þau finnast og oftast eru það fangaverðirnir sem finna þetta við klefaleit eða leit á föngunum sjálfum. Síðan fer fram rannsókn á efnunum, hvort þau flokkist sem ólögleg efni. Ef svo er fer þetta sömu leið í réttarkerfinu og fíkniefnamál almennt,“ segir hann. „Vandamálið er að það er eiginlega ómögulegt að átta sig á því að þetta séu fíkniefni. Það er mjög auðvelt að fela þetta og erfitt að þekkja þetta frá kaffikorgi eða einhverju því um líku.“Þú færð alltaf efnin Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir að notkun harðra efna á borð við spice eigi sér ástæðu sem rekja megi langt aftur í tímann. Kúvending hafi orðið á Litla-Hrauni árin 2006 og 2007 þegar fangelsisyfirvöld ákváðu að fara í baráttu gegn vægum efnum, sem á þeim tíma var hass. Hörð efni voru einnig notuð en það var ekki sama vandamál og er í dag. Fangaverðir fengu fíkniefnaleitarhund, fóru að leita á heimsóknargestum, nota gegnumlýsingarbúnað, nota þvagprufur ítrekað og leita í klefum hjá föngum, jafnvel um miðjar nætur. „Þetta tókst hjá þeim. Þeir útrýmdu hassinu á stuttum tíma með þeim aðferðum sem yfirvöld töldu vera þær réttu,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir á að á hinum Norðurlöndunum horfi fangaverðir í gegnum fingur sér með hassið og þessum harkalegu aðgerðum sé ekki beitt. „Þeir vita hvað gerist,“ segir hann. Séu fangar teknir með skammt af hassi í dönskum fangelsum, fá þeir 50 danskra króna sekt. En hér á Íslandi missa menn sjónvarps- og tölvuréttindi, eru færðir á milli ganga og svo framvegis. „Eftirspurnin er gríðarlega mikil. Iðjuleysið er mikið, atvinnuleysið og skortur á útiveru líka. Menn eru í geymslu þarna inni og reyna að finna eitthvað til að lyfta sér upp,“ segir Guðmundur. Þess vegna hafa menn litið til efna sem er auðveldara að smygla inn í fangelsið, greinist síður í þvagi og í skemmri tíma og hefur minni lykt. „Þegar eitthvað nýtt kemur á markaðinn, því hættulegra er það. Það eru endalausar leiðir til að koma efnum inn í fangelsið. Á meðan eftirspurnin er fyrir hendi skiptir engu máli hvort þú er vistaður í öryggisfangelsi eða einangrun, þú færð alltaf efnin.“ Notkun spice hefur hingað til verið bundin að mestu leyti við fangelsið að Litla-Hrauni. Hægt er þó að verða sér úti um það á Hólmsheiði og í opnu fangelsunum einnig. Guðmundur segir að hann og félagið Afstaða hafi miklar áhyggjur af ástandinu á Litla-Hrauni. Jafnframt að hertari reglur og strangara eftirlit sé ekki lausnin. „Líkt og úti í samfélaginu þá hafa fangelsisyfirvöld ekki skilning á að þetta eru veikir einstaklingar og vímuvarnirnar sem beitt er þarna virka ekki.“ Á Litla-Hrauni er meðferðargangur þar sem föngum er umbunað. En nálægðin við þá sem eru í neyslu gerir það að verkum að gangurinn þjónar ekki markmiðum sínum. „Þó það sé mjög hæft starfsfólk þarna, þá gengur þetta ekki upp því að menn eru þarna á röngum forsendum. Stundum er meiri neysla á meðferðarganginum en annars staðar í fangelsinu því að ef að einn fellur hefur það oft keðjuverkandi áhrif,“ segir Guðmundur. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. Í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni og við krufningu kom í ljós að hann hafði innbyrt mikið magn af fíkniefninu spice. Árið 2017 var talað um spice-faraldur á Litla-Hrauni en ljóst er að staðan er mun verri í dag. Spice er án efa eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld hafa þurft að fást við. Fréttablaðið ræddi við meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni, lögreglumenn, lyfjafræðing og formann félags fanga um þetta nýja eiturlyf. Allir eru þeir sammála um að hættan er mikil enda er það ólíkt flestu sem til er á markaðinum. Framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum til þess að vera á undan löggjafanum sem þýðir jafnframt að notendurnir geta ekki vitað hvað þeir setja ofan í sig. Auk þess þarf aðeins eitt gramm af hreinu efni til að búa til hundruð neysluskammta. Þetta þýðir að í auknum mæli koma upp ofneyslutilfelli þar sem notendur fara í krampakast og andnauð. Langtímaáhrifin eru litlu skárri.Lítið má út af bregða „Spice er stórt vandamál hérna og það er mjög erfitt að fást við þetta. Þetta er það vímuefni sem við höfum verið mest að kljást við í marga mánuði. spice byrjaði að vera vandamál þegar það kom inn í fangelsið fyrst árið 2017. Í dag er neyslan meira viðvarandi. Hún hefur náð fótfestu og virðist ekki vera á förum,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla-Hrauni. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta en það hefur ekki gengið vel. Nánast daglega erum við að taka efni og neyslutól en það virðist engu breyta.“ Jón segir að fangarnir virðist alltaf einu skrefi á undan þegar kemur að því að smygla efnunum inn í fangelsið. Mest grunar hann að efnin komi inn með heimsóknargestum. En fangarnir fá að vera í næði með þeim í sérstökum herbergjum ef þeir haga sér vel. Annars fara heimsóknir fram á bak við gler og gegn um síma. „Efnið virðist vera að koma hingað inn í hreinu formi. Þetta er mjög sterkt og það þarf lítið til. Úr aðeins einu grammi af hreinu spice er hægt að búa til einhver hundruð neysluskammta,“ segir Jón Þór. Á Litla-Hrauni er mikið samneyti á milli fanga á ólíkum deildum. Þeir hittast, til dæmis í útiveru og við vinnu. Frá klukkan 22.00 til 8.00 eru þeir lokaðir einir inni í klefa og þar er óumdeilt að neyslan fer fram. Fangarnir mega reykja tóbak inni í klefum sínum og engir skynjarar fara af stað ef kveikt er í spice-jónu. Aðspurður um vímuáhrifn segir Jón Þór að þetta lýsi sér að einhverju leyti eins og kannabisvíma. „Menn verða mjög vímaðir mjög hratt en það varir ekki lengi. Eftir það verða þeir flatir og „mellow“ sem minnir kannski frekar á kannabisvímuna,“ segir hann. Þar sem lítið þarf af efninu má lítið út af bregða. „Efnafræðin á bak við þetta er mjög misjöfn. Ef þeir klikka á blöndunni, blanda of sterkt eða álpast til að nota þetta hreint, þá fá menn krampaköst og verða ósjálfbjarga,“ segir Jón Þór. Þetta er það sem notendur spice kalla að froska eða fara í froskinn. „Við höfum þurft að kalla til sjúkrabíl oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Fangaverðirnir sjálfir eru iðulega spurðir af heilbrigðisstarfsfólki um ástand fanganna enda eru þeir farnir að þekkja áhrif spice vel. Í samtölum sínum við notendur segir Jón Þór að hann verði var við mjög mikla fíkn og að notendur ánetjist afar hratt. En hann veit ekki til þess að fráhvörfin séu mikil sé neyslunni hætt. Áhrifin á notendurna koma hins vegar fljótt í ljós, bæði líkamleg og andleg. „Þetta er alveg agalegt fíkniefni,“ segir Jón Þór. „Eftir langvarandi neyslu af þessu verða menn alveg eins og draugar. Þetta tekur ekki síður toll andlega en líkamlega.“ Jón Þór telur rétt að taka hart á notkun spice innan veggja Litla-Hrauns. „Þetta er öryggisfangelsi og þetta er ein helsta öryggisógn sem við stöndum frammi fyrir. Með þetta efni getum við aldrei vitað hvenær sé um ofskömmtun að ræða.“ Hann telur að fyrirkomulagið á Hólmsheiði sé mun betra en á Litla-Hrauni. Þar eru menn stúkaðir betur af og samneyti á milli ganga minna. Jón Þór telur að mikill meirihluti fanga á Íslandi eigi við fíknivanda að stríða, kannski um 90 prósent. Blöndun fanga á Litla-Hrauni gerir allar vímuvarnir erfiðari. „Þetta er eins og að reyna að vera með edrúborð á bar,“ segir hann. Þar að auki eru fíkniefni í fangelsi dýr, mun dýrari en á götunni. Menn lenda í skuld hver gagnvart öðrum og þurfa að greiða með einhverjum hætti. Það er pressað stíft á skuldara, til dæmis að láta aðstandendur þeirra smygla efnum inn í gegnum gestaheimsóknir.Vonlaust að vita hvaða efnis er verið að neyta Að sögn Valþórs Ásgrímssonar, verkefnastjóra hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, er ekki einfalt að nálgast viðfangsefnið spice því að um er að ræða mörg efni og fæst þeirra hafa verið rannsökuð. „Orðið spice er tilkomið af því að þegar þessi efni fóru fyrst að sjást af einhverri alvöru árið 2008 voru þau seld í pakkningum sem merktar voru þessu heiti. Eftir það varð orðið að einhvers konar regnhlífarheiti yfir ýmiss konar efni sem hafa margs konar verkun,“ segir hann. „Ég held að flestir reyni að komast hjá því að nota orðið spice enda er afar óljóst um hvað er rætt þegar það er notað. Í seinni tíð er orðið helst notað yfir efni sem við höfum kallað nýmyndaða kannabínóða.“ Á vegum EMCDDA, evrópskrar stofnunar sem fylgist með lyfjum og fíkn, er nú fylgst með um 200 nýmynduðum kannabínóðum. Þeir eru mjög breytilegir í byggingu en eiga það sameiginlegt að bindast sömu viðtökum og tetrahýdrókannabínól (THC), virka efnið í kannabis. „Að einhverju leyti svipar áhrifunum til áhrifa kannabis en oft eru þau meiri og ákafari og ekki alveg fyrirsjáanleg,“ segir Valþór. „Efnin eru virk í mjög smáum skömmtum og því getur lítill munur í skömmtun orðið að miklum mun í áhrifum.“ Efnunum er yfirleitt blandað við annað plöntuefni og þau síðan reykt. „Enn fremur er talið að sum efnanna séu mun lengur að brotna niður en tetrahýdrókannabínól þannig að víman getur varað lengi. Þá er ekki fullrannsakað hvort þau hafi áhrif gegnum fleiri boðleiðir en kannabisviðtakann,“ segir Valþór. Að sögn Valþórs hafa eitranir og dauðsföll verið rakin til notkunar nýmyndaðra kannabínóða. „Almennt má segja að efnin séu oft mjög stutt á markaði, hverfa oft jafn hratt og þau birtust og því mjög erfitt að eltast við hvert einstakt efni. Þá er einnig nánast vonlaust fyrir neytandann að vita hvaða efnis hann er að neyta.“ Nýmyndaðir kannabínóðar ganga undir mörgum öðrum nöfnum en spice erlendis. Til dæmis K2, Black Mamba, Blaze, Zohai, Spike, Genie, Yucatan og svo mætti lengi telja.Á undan löggjafanum Jón Gunnar Sigurgeirsson, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lítið hafi borið á notkun spice á götunum. Hann telur að án efa séu einhverjir hópar að nota en haldlagningar hafa verið fáar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að á síðustu fimm mánuðum hafi fimm mál komið inn á þeirra borð þar sem staðfest er að um ólöglegt efni sé að ræða. En eitt helsta vandamálið við að takast á við spice er að framleiðendur eiturlyfjanna eru einu skrefi á undan löggjafanum. „Til þess að það sé ólöglegt að hafa efnin í sinni vörslu þurfa þau að vera á lista yfir ólögleg fíkniefni. Það er sífellt verið að breyta samsetningunni til þess að þetta sé ekki á þeim lista. Þetta þýðir líka að áhættan verður þeim mun meiri því menn vita ekkert hvað þeir eru að fá í hendurnar.“ Oddur segir að verkferlið sé eins og með önnur fíkniefni. „Efnin eru haldlögð ef þau finnast og oftast eru það fangaverðirnir sem finna þetta við klefaleit eða leit á föngunum sjálfum. Síðan fer fram rannsókn á efnunum, hvort þau flokkist sem ólögleg efni. Ef svo er fer þetta sömu leið í réttarkerfinu og fíkniefnamál almennt,“ segir hann. „Vandamálið er að það er eiginlega ómögulegt að átta sig á því að þetta séu fíkniefni. Það er mjög auðvelt að fela þetta og erfitt að þekkja þetta frá kaffikorgi eða einhverju því um líku.“Þú færð alltaf efnin Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir að notkun harðra efna á borð við spice eigi sér ástæðu sem rekja megi langt aftur í tímann. Kúvending hafi orðið á Litla-Hrauni árin 2006 og 2007 þegar fangelsisyfirvöld ákváðu að fara í baráttu gegn vægum efnum, sem á þeim tíma var hass. Hörð efni voru einnig notuð en það var ekki sama vandamál og er í dag. Fangaverðir fengu fíkniefnaleitarhund, fóru að leita á heimsóknargestum, nota gegnumlýsingarbúnað, nota þvagprufur ítrekað og leita í klefum hjá föngum, jafnvel um miðjar nætur. „Þetta tókst hjá þeim. Þeir útrýmdu hassinu á stuttum tíma með þeim aðferðum sem yfirvöld töldu vera þær réttu,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir á að á hinum Norðurlöndunum horfi fangaverðir í gegnum fingur sér með hassið og þessum harkalegu aðgerðum sé ekki beitt. „Þeir vita hvað gerist,“ segir hann. Séu fangar teknir með skammt af hassi í dönskum fangelsum, fá þeir 50 danskra króna sekt. En hér á Íslandi missa menn sjónvarps- og tölvuréttindi, eru færðir á milli ganga og svo framvegis. „Eftirspurnin er gríðarlega mikil. Iðjuleysið er mikið, atvinnuleysið og skortur á útiveru líka. Menn eru í geymslu þarna inni og reyna að finna eitthvað til að lyfta sér upp,“ segir Guðmundur. Þess vegna hafa menn litið til efna sem er auðveldara að smygla inn í fangelsið, greinist síður í þvagi og í skemmri tíma og hefur minni lykt. „Þegar eitthvað nýtt kemur á markaðinn, því hættulegra er það. Það eru endalausar leiðir til að koma efnum inn í fangelsið. Á meðan eftirspurnin er fyrir hendi skiptir engu máli hvort þú er vistaður í öryggisfangelsi eða einangrun, þú færð alltaf efnin.“ Notkun spice hefur hingað til verið bundin að mestu leyti við fangelsið að Litla-Hrauni. Hægt er þó að verða sér úti um það á Hólmsheiði og í opnu fangelsunum einnig. Guðmundur segir að hann og félagið Afstaða hafi miklar áhyggjur af ástandinu á Litla-Hrauni. Jafnframt að hertari reglur og strangara eftirlit sé ekki lausnin. „Líkt og úti í samfélaginu þá hafa fangelsisyfirvöld ekki skilning á að þetta eru veikir einstaklingar og vímuvarnirnar sem beitt er þarna virka ekki.“ Á Litla-Hrauni er meðferðargangur þar sem föngum er umbunað. En nálægðin við þá sem eru í neyslu gerir það að verkum að gangurinn þjónar ekki markmiðum sínum. „Þó það sé mjög hæft starfsfólk þarna, þá gengur þetta ekki upp því að menn eru þarna á röngum forsendum. Stundum er meiri neysla á meðferðarganginum en annars staðar í fangelsinu því að ef að einn fellur hefur það oft keðjuverkandi áhrif,“ segir Guðmundur.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira