Innlent

Þing­menn stjórnar­flokkanna funda um þriðja orku­pakkann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, kemur til sameiginlegs fundar þingmanna stjórnarflokkanna í nóvember síðastliðnum.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, kemur til sameiginlegs fundar þingmanna stjórnarflokkanna í nóvember síðastliðnum. fréttablaðið/stefán
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30.

Samkvæmt upplýsingum Vísis verður þriðji orkupakkinn til umræðu á fundinum en í nóvember síðastliðnum komu þingmennirnir einnig saman til að ræða það mál, sem og önnur mál.

Vitað er að þriðji orkupakkinn er umdeildur innan stjórnarmeirihlutans og þá sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason, einn þingmanna flokksins, hefur þannig sagt að hann telji innleiðingu hans fela í sér framsal á fullveldi Íslands.

Eftir því sem Vísir kemst næst er fundurinn hugsaður til upplýsingagjafar varðandi það hvar málið er statt.


Tengdar fréttir

Búa sig undir deilur á vorþingi 

Búast má við deilum um stuðning við fjölmiðla, þungunarrof, fiskeldi, kjaramál, þriðja orkupakkann, veggjöld og málefni dómstóla á vorþingi sem hefst um miðjan mánuð. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda um störfin og búast þeir við deilum á vorþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×