Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 13:01 Konan stal peningum af ellefu skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00