Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 16:53 Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Vísir/getty Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum. Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum.
Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira