„Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 14:10 Þorgerður Katrín segir Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu hafa verið einarðar og málefnalega sterkar í röksemdafærslu sinni gegn staðhæfingum ritstjóranna. Reyndar segir hún forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa staðið sig betur en forystukarlar flokksins. Fréttablaðið/Anton/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til EES-samningsins, til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að“. Þetta sé mikið áhyggjuefni því ljóst sé að átökin muni standa um ókomin ár. „Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.“ Þetta segir Þorgerður Katrín í aðsendri grein undir yfirskriftinni „Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES?“ sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Tilefnið er ósætti í baklandi Sjálfstæðisflokksins vegna mögulegrar innleiðingar þriðja orkupakkans. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um vægðarlausa gagnrýni gamalla foringja á núverandi forystu. Fremstir í flokki fara bæði núverandi og fyrrverandi ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson og Haraldur Jóhannessen. Þorgerður Katrín segir að þegar hún tók þá ákvörðun að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn fyrir þremur árum hafi það ekki hvarflað að henni að hún ætti eftir að horfa á gamla félaga í flokknum „berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi.“ Þorgerður Katrín segir Davíð og Harald fara fyrir þeirri fylkingu sem sé andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. „Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.“Þórdís Kolbrún, dómsmálaráðherra, og Áslaug Arna, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þær hafa látið til sín taka í umræðunni um þriðja orkupakkann. Þær segja af og frá að innleiðing hans muni leiða til afsal á fullveldi.FBL/Anton BrinkÞorgerður Katrín segir Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu hafa verið einarðar og málefnalega sterkar í röksemdafærslu sinni gegn staðhæfingum ritstjóranna. Reyndar segir hún forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa staðið sig betur en forystukarlar flokksins. „Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykki innleiðinguna á síðsumarsþingi. Eftir standi þó að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til EES-samningsins. Það sé ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standast aftur þrýstinginn. „Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst?“ spyr Þorgerður. „Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til EES-samningsins, til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að“. Þetta sé mikið áhyggjuefni því ljóst sé að átökin muni standa um ókomin ár. „Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.“ Þetta segir Þorgerður Katrín í aðsendri grein undir yfirskriftinni „Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES?“ sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Tilefnið er ósætti í baklandi Sjálfstæðisflokksins vegna mögulegrar innleiðingar þriðja orkupakkans. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um vægðarlausa gagnrýni gamalla foringja á núverandi forystu. Fremstir í flokki fara bæði núverandi og fyrrverandi ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson og Haraldur Jóhannessen. Þorgerður Katrín segir að þegar hún tók þá ákvörðun að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn fyrir þremur árum hafi það ekki hvarflað að henni að hún ætti eftir að horfa á gamla félaga í flokknum „berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi.“ Þorgerður Katrín segir Davíð og Harald fara fyrir þeirri fylkingu sem sé andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. „Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.“Þórdís Kolbrún, dómsmálaráðherra, og Áslaug Arna, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þær hafa látið til sín taka í umræðunni um þriðja orkupakkann. Þær segja af og frá að innleiðing hans muni leiða til afsal á fullveldi.FBL/Anton BrinkÞorgerður Katrín segir Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu hafa verið einarðar og málefnalega sterkar í röksemdafærslu sinni gegn staðhæfingum ritstjóranna. Reyndar segir hún forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa staðið sig betur en forystukarlar flokksins. „Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykki innleiðinguna á síðsumarsþingi. Eftir standi þó að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til EES-samningsins. Það sé ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standast aftur þrýstinginn. „Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst?“ spyr Þorgerður. „Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00