Atletico Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á heimavelli.
Diego Costa kom heimamönnum í Atletico yfir á 36. mínútu úr vítaspyrnu og var það markið sem skildi liðin af í hálfleik.
Atletico virtist ætla að sigla sigrinum heim en Daniel Parejo skoraði á 82. mínútu og jafnaði metin.
Í uppbótartíma var Kangin Lee rekinn af velli með beint rautt spjald og Valencia því manni færri síðustu mínútrnar. Það kom hins vegar ekki að sök og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Atletico er nú með 16 stig eftir níu leiki í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Barcelona sem situr á toppnum.
