Erlent

Biden tekur mikinn kipp

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Joe Biden.
Joe Biden. Nordicphotos/AFP
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN.

Samkvæmt könnun Monmouth, sem var birt níu dögum fyrir tilkynningu Bidens, hafði hann stuðning 27 prósenta en Bernie Sanders og Kamala Harris voru með 20 prósent og átta prósent.

CNN birti í fyrrinótt einu stóru könnunina sem gerð hefur verið eftir tilkynningu varaforsetans fyrrverandi. Þar mælist Biden með mikið forskot; 39 prósent gegn 15 prósentum Sanders og fimm prósentum Harris en þau eru í öðru og þriðja sæti samkvæmt meðaltali kannana.

Aðrir frambjóðendur hafa tekið kipp eftir tilkynninguna. Sá kippur er þó venjulega tímabundinn og verður forvitnilegt að sjá hvort það sama gildir um Biden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×