Á Vegagerðin að eiga rúturnar? Orri Hauksson skrifar 1. maí 2019 07:30 Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun