Íslenskt sprotafyrirtæki tryggði 110 milljóna fjármögnun til lyfjaþróunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 13:50 Tveir af aðstandendum Epiendo, Friðrik Rúnar Garðarsson og Finnur Friðrik Einarsson. epiendo EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo. Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo.
Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira