Owen skaut til baka á Shearer: Reyndir allt þú gast til að komast frá Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 16:00 Shearer og Owen fagna marki með Newcastle United. vísir/getty Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30