Tiltektin kostaði Ingibjörgu milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 10:15 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31