Fótbolti

Barcelona og Real Madrid með einnar mínútu þögn til minningar um dóttur Enrique

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis og Xana Enrique eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2015 þar sem Barcelona vann Juventus, 3-1.
Luis og Xana Enrique eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2015 þar sem Barcelona vann Juventus, 3-1. vísir/getty
Barcelona og Real Madrid voru með einnar mínútu þögn fyrir æfingu í dag til minningar um dóttur Luis Enrique, Xana, sem lést eftir baráttu við krabbamein, aðeins níu ára að aldri. Enrique greindi frá andláti Xana á Twitter í gær. Hún barðist við beinkrabbamein í fimm mánuði.



Enrique stýrði Barcelona á árunum 2014-17. Undir hans stjórn unnu Börsungar þrefalt 2015. Enrique gerði Barcelona tvisvar sinnum að spænskum meisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum.

Enrique lék einnig með Barcelona á árunum 1996-2004. Hann kom til liðsins frá Real Madrid þar sem hann lék í fimm ár.

Hinn 49 ára Enrique sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Spánar lausu í sumar vegna veikinda dóttur sinnar.

Enrique hafa borist fjölmargar samúðarkveðjur á samfélagsmiðlum, m.a. frá Pau Gasol, Sergio Ramos, Rafael Nadal, Gareth Bale, Sergio Busquets og Luis Suárez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×