Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 08:45 Virkjun HS Orku í Svartsengi. Fréttablaðið/Ernir Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30