Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 17:55 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi. Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi.
Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira