Heiðrún Sara spilaði ekki fótbolta í tvö eftir að hafa fengið tvö höfuðhögg sem stuttu millibili í leik með ÍA á móti Fylki í Pepsi-deildinni sumarið 2014. Hún segir sögu sína í myndbandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands.
„Ég var rúmliggjandi í tvær vikur, bara með svima, ógleði, hljóðfælni, ljósfælni og ég spilaði ekki næsta leikinn minn fyrr en eftir tvö ár,“ segir Heiðrún Sara.
„Það sem ég sé eftir í dag er að hafa ekki tekið á þessu betur því ég var alltaf að reyna að harka af mér og alltaf að reyna að mæta á æfingu,“ segir Heiðrún Sara.
„Ef ég hefði bara tekið þessu alvarlega á þessum tíma, tekið mér alveg pásu þangað til að ég var orðin góð þá er ég viss um að þetta hefði ekki jafn mikil áhrif á mig í dag,“ segir Heiðrún Sara.
„Ekki harka af þér höfuðhögg,“ segir Heiðrún Sara í myndbandinu sem KSÍ birtir inn á fésbókinni og má sjá hér fyrir neðan.