Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 13:45 Kristjánsborgarhöll þar sem danska þingið hefur aðsetur. Hörð innflytjendastefna hefur verið rekin í Danmörku undanfarin ár. Vísir/EPA Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli. Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli.
Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira