Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2019 09:00 Samband Morgunblaðsins undir ritstjórn Davíðs Oddssonar og forystu Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. Áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálasögu töldu það sæta stórtíðindum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kaus á dögunum að birta afmælisgrein í tilefni 90 ára afmæli flokksins, í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu eins og hefð er fyrir þegar tímamót verða í sögu flokksins. Og ef til vill má þar greina vísbendingar um ákveðin vatnaskil í stjórnmála- og jafnvel fjölmiðlasögu landsins. Davíð Oddsson sagðist, í afmælishófi sínu þegar hann varð sjötugur, aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið. Skoðun Vísis leiðir í ljós að ýmsir innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins virðast við að tapa húmornum fyrir Davíð Oddssyni, fyrrum formanni flokksins; borgarstjóra, forsætisráðherra, Seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. Davíð var á löngum tíma algerlega yfir gagnrýni hafinn innan vébanda flokksins. Orð hans voru lög. Gott dæmi er þegar Vilhjálmur Egilsson, formaður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, vildi leggja fram tillögur nefndarinnar sem snéru að uppgjöri flokksins við hrunið. Tillögurnar voru slegnar út af borðinu, leiftursnöggt, af Davíð. Ræða hans á Landsþingi flokksins er nokkuð sem allir áhugamenn um stjórnmál verða að horfa á reglulega. Vilhjálmur var að vonum ekki hress eftir þessa afgreiðslu.Davíð hefur ráðið því sem hann vildi. En, sá tími er liðinn og ef menn vilja vera skáldlegir er líkt og Davíð stefni á heiðina eins og Lér konungur með viðkomu í Hádegismóum. Áhrifamaður í flokknum hefur velt því fyrir sér í eyru blaðamanns Vísis hvað hafi eiginlega komið fyrir Davíð? Og að Morgunblaðið sé bara orðið djók. Hér er dýrt kveðið sé litið til sögunnar.Haltu mér slepptu mér samband Saga Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins hefur verið samofin allt frá stofnun flokksins. Blaðið var yfirlýst málgagn hans og sátu ritstjórar blaðsins lengi þingflokksfundi. Þegar tími flokksblaðanna leið undir lok og samskipti flokks og blaðs voru orðin heldur stirð; flokksmenn skiptust í fylkingar og töldu sig eiga eitt og annað inni hjá blaðinu rituðu ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, þingflokki bréf 21. júlí 1983 þar sem þeir fóru fram á skilnað.Davíð fer mikinn á síðum Morgunblaðsins, forystumönnum Sjálfstæðiflokksins til mikillar mæðu.Fbl/Anton Brink„Um langan aldur hafa þingfréttaritarar Morgunblaðsins átt rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fram til haustsins 1975 átti einn af ritstjórum blaðsins sæti á þingflokksfundum. Að vandlega athuguðu máli hafa ritstjórar Morgunblaðsins nú tekið ákvörðun um, að þingfréttaritarar blaðsins notfæri sér ekki þann rétt, sem tilgreindur er í bréfi formanns þingflokksins frá 4. júlí sl. Um leið og Morgunblaðið þakkar þingflokki Sjálfstæðisflokksins áratuga samstarf látum við í ljós von um góða samvinnu í framtíðinni,“ segir í bréfi því. Ritstjórarnir töldu einsýnt að blaðið væri heft í samkeppni á tímum frjálsrar fjölmiðlunar, fjötrað á klafa flokksins og skilgreint sem málgagn.Samband Mogga og flokks sjaldan verið eins slæmt Æ síðan hefur verið talað um samstarf blaðs og flokks en ekki að um eiginlegt flokksmálgagn sé að ræða. Hins vegar er oft erfitt að greina þar á milli og í kosningum hefur Morgunblaðið einatt komið úr skápnum sem gagn flokksins. Og á ýmsu hefur gengið ef marka má dagbækur Matthíasar sem hann birti á netinu.Samskipti Styrmis og Davíðs hafa verið með ýmsu móti. Sveinn R. Eyjólfsson segir frá því í nýlegri bók, Allt kann sá er bíða kann, að Styrmir hafa fengið að kynnast sérgrein Davíðs sem er að koma manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni.Nema, svo þegar Davíð, þessi mikli foringi Sjálfstæðismanna, var ráðinn ritstjóri blaðsins árið 2009 gat það vart túlkast öðruvísi en svo að um væri að ræða samband sem Guð einn gæti sundur slitið. Aftur til upprunans. En þá bregður svo við, eftir tíu ára ritstjórnarsetu Davíðs, að verulega er farið að súrna í samskiptum blaðs og flokks; þau hafa sennilega aldrei verið eins erfið. Núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur lengi mátt búa við það að vera talinn undir hæl Davíðs. Sem hefur ekki sparað sig í gagnrýni á núverandi forystu flokksins bjóði honum svo við að horfa. Og jafnvel látið eftir sér að fara um Bjarna hinum háðulegustu orðum, eins og til að mynda kemur fram í endurminningabók Helga Magnússonar, Lífið í lit, þar sem segir að Davíð hafi talið Bjarna fljóta sofandi að feigðarósi þegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var að liðast í sundur:„Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“ En, Bjarna hefur hins vegar tekist að halda þeim meintu væringum utan sviðsljóssins. Því kom ákvörðun hans um birtingu afmælisgreinarinnar í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu flatt upp á marga. Og til marks um að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart þrálátri gagnrýni Davíðs.Áslaug reynir að tala um fyrir reiðum Davíð Ritari flokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, er ein af vonarstjörnum flokksins og hún skrifaði hófstillta grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum. En, það þarf ekki bókmenntafræðing til að sjá hvert spjótin beinast í þessum línum:Davíð fer mikinn á síðum Morgunblaðsins en Sjálfstæðismönnum þykir sem leiðaraskrif blaðsins séu meira í takti við málflutning Miðflokksins en Sjálfstæðisflokksins.halldór„Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist. Því er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni, heldur þróast í takt við nýja tíma og leiða þær óumflýjanlegu breytingar sem framtíðin mun hafa með sér fremur en að óttast þær. Við tökumst á við framtíðina með opnum hug en stöndum vörð um grunngildin sem eiga jafn mikið upp á pallborðið árið 2019 og árið 1929.Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Við gerum greinarmun á grunngildum og einstaka stefnumálum eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við berum virðingu fyrir sögunni er mikilvægt að við mótum framtíðina.“Áslaug Arna reyndir að tala Davíð til. Staða hennar er sérstök því faðir hennar, Sigurbjörn Magnússon, sem hefur verið hennar helsti pólitíski ráðgjafi er jafnframt formaður stjórnar Árvakurs auk þess sem hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Davíðs.Vísir/VilhelmLjóst má vera að Áslaug Arna telur Davíð fulltrúa úreltra hugmynda, nátttröll sem standi í vegi. Hún reynir að tala um fyrir þessum aldna foringja en vert er að hafa hugfast að faðir Áslaugar Örnu er Sigurbjörn Magnússon lögmaður, sem jafnframt er formaður stjórnar Árvakurs, eignarhaldsfélags Morgunblaðsins. Auk þess sem Sigurbjörn hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Davíðs í gegnum tíðina.Orkupakkinn banabiti Sjálfstæðisflokksins Kornið sem fyllti mælinn, ástæðan fyrir því að þingflokknum þykir Davíð ekkert sérstaklega hnyttinn lengur, er málflutningur Davíðs sem notar Morgunblaðið óspart til að fordæma afstöðu Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu. Í nýlegu Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar má meðal annars lesa: „Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fóstureyðingarlögin, sem eru önnur af tveimur afmælisgjöfum flokksforystu til fólksins síns, séu komin úr Valhöll, herbúðum þess flokks. Það vekur nokkra undrun, þótt viðurkenna megi að það sé fátt sem veki undrun nú orðið. Uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist.Stjórnmálaflokkar eru ekki eilífir og hafi þeir ekki lengur fyrir neinu að berjast styttist í tilverunni og þýðir ekki að fárast yfir því. Enda þarf það í sjálfu sér ekki endilega að vera harmsefni.“ Davíð er þarna að vísa til skrifa Styrmis Gunnarssonar fyrrnefndum, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Styrmir er einarður andstæðingur orkupakkamálsins og telur að hann gæti hæglega klofið Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður; hreinlega orðið að aldurtila. Davíð er á sama máli.Styrmir og fleiri sem eru harðir andstæðingar orkupakkans. Þeim hugnast væntanlega vel skrif Davíðs en það sama verður ekki sagt um forystu Sjálfstæðisflokksins.Þarna er allt komið í hnút en áður en til endaloka Sjálfstæðisflokksins kemur er víst að áhrifamenn innan flokksins telja vert að horfa til starfsloka hins aldna foringja og ritstjóra blaðsins sem hefur verið í haltu mér slepptu mér sambandi í áratugi. Davíð er reyndar fyrir þó nokkru kominn á aldur, varð sjötugur í fyrra eins og áður sagði en það hefur ekki verið neitt fararsnið á honum úr ritstjórastóli þrátt fyrir það.Sáttaferli óhjákvæmilegt Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins en svo einn stofnenda Viðreisnar, veltir þessari athyglisverðu stöðu sem upp er komin fyrir sér í nýlegum pistli.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins spáir í stöðuna. Hann telur víst að eftir atið þurfi frjálslyndur armur flokksins að draga í land gagnvart Davíð.Vísir„Ritstjórar Morgunblaðsins hafa verið ódeigir í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í tvær fylkingar,“ skrifar Þorsteinn. Hann telur þessa andstöðu skiljanlega ef litið er til þess að þeir séu á móti öllu sem gæti opnað dyr á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þorsteinn sér fyrir sér að fara verði í allsherjar sáttarferli með málið, hvar Davíð er sem fyrr Þrándur í Götu.„Þegar þriðji orkupakkinn verður samþykktur á Alþingi má fastlega reikna með að allt kapp verði lagt á að sættir takist á ný milli þingflokks sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins,“ segir Þorsteinn eins og ekki sé við annað búandi. Hann telur reyndar að lausnin verði ekki sú að Davíð dragi sig í hlé: „Hætta er á að frjálslyndari armur flokksins, sem hefur blómstrað að undanförnu með varaformann og ritara flokksins í fremstu víglínu, verði knúinn til þess að draga í land í þeim tilgangi. Það á einnig við um utanríkisráðherrann sem staðið hefur sig einstaklega vel í umræðunni.“ Fjölmiðlar Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00 Davíð segist aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið Troðfullt var í afmælishófi Árvakurs til heiðurs Davíð Oddssyni sjötugum. 18. janúar 2018 10:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálasögu töldu það sæta stórtíðindum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kaus á dögunum að birta afmælisgrein í tilefni 90 ára afmæli flokksins, í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu eins og hefð er fyrir þegar tímamót verða í sögu flokksins. Og ef til vill má þar greina vísbendingar um ákveðin vatnaskil í stjórnmála- og jafnvel fjölmiðlasögu landsins. Davíð Oddsson sagðist, í afmælishófi sínu þegar hann varð sjötugur, aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið. Skoðun Vísis leiðir í ljós að ýmsir innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins virðast við að tapa húmornum fyrir Davíð Oddssyni, fyrrum formanni flokksins; borgarstjóra, forsætisráðherra, Seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. Davíð var á löngum tíma algerlega yfir gagnrýni hafinn innan vébanda flokksins. Orð hans voru lög. Gott dæmi er þegar Vilhjálmur Egilsson, formaður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, vildi leggja fram tillögur nefndarinnar sem snéru að uppgjöri flokksins við hrunið. Tillögurnar voru slegnar út af borðinu, leiftursnöggt, af Davíð. Ræða hans á Landsþingi flokksins er nokkuð sem allir áhugamenn um stjórnmál verða að horfa á reglulega. Vilhjálmur var að vonum ekki hress eftir þessa afgreiðslu.Davíð hefur ráðið því sem hann vildi. En, sá tími er liðinn og ef menn vilja vera skáldlegir er líkt og Davíð stefni á heiðina eins og Lér konungur með viðkomu í Hádegismóum. Áhrifamaður í flokknum hefur velt því fyrir sér í eyru blaðamanns Vísis hvað hafi eiginlega komið fyrir Davíð? Og að Morgunblaðið sé bara orðið djók. Hér er dýrt kveðið sé litið til sögunnar.Haltu mér slepptu mér samband Saga Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins hefur verið samofin allt frá stofnun flokksins. Blaðið var yfirlýst málgagn hans og sátu ritstjórar blaðsins lengi þingflokksfundi. Þegar tími flokksblaðanna leið undir lok og samskipti flokks og blaðs voru orðin heldur stirð; flokksmenn skiptust í fylkingar og töldu sig eiga eitt og annað inni hjá blaðinu rituðu ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, þingflokki bréf 21. júlí 1983 þar sem þeir fóru fram á skilnað.Davíð fer mikinn á síðum Morgunblaðsins, forystumönnum Sjálfstæðiflokksins til mikillar mæðu.Fbl/Anton Brink„Um langan aldur hafa þingfréttaritarar Morgunblaðsins átt rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fram til haustsins 1975 átti einn af ritstjórum blaðsins sæti á þingflokksfundum. Að vandlega athuguðu máli hafa ritstjórar Morgunblaðsins nú tekið ákvörðun um, að þingfréttaritarar blaðsins notfæri sér ekki þann rétt, sem tilgreindur er í bréfi formanns þingflokksins frá 4. júlí sl. Um leið og Morgunblaðið þakkar þingflokki Sjálfstæðisflokksins áratuga samstarf látum við í ljós von um góða samvinnu í framtíðinni,“ segir í bréfi því. Ritstjórarnir töldu einsýnt að blaðið væri heft í samkeppni á tímum frjálsrar fjölmiðlunar, fjötrað á klafa flokksins og skilgreint sem málgagn.Samband Mogga og flokks sjaldan verið eins slæmt Æ síðan hefur verið talað um samstarf blaðs og flokks en ekki að um eiginlegt flokksmálgagn sé að ræða. Hins vegar er oft erfitt að greina þar á milli og í kosningum hefur Morgunblaðið einatt komið úr skápnum sem gagn flokksins. Og á ýmsu hefur gengið ef marka má dagbækur Matthíasar sem hann birti á netinu.Samskipti Styrmis og Davíðs hafa verið með ýmsu móti. Sveinn R. Eyjólfsson segir frá því í nýlegri bók, Allt kann sá er bíða kann, að Styrmir hafa fengið að kynnast sérgrein Davíðs sem er að koma manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni.Nema, svo þegar Davíð, þessi mikli foringi Sjálfstæðismanna, var ráðinn ritstjóri blaðsins árið 2009 gat það vart túlkast öðruvísi en svo að um væri að ræða samband sem Guð einn gæti sundur slitið. Aftur til upprunans. En þá bregður svo við, eftir tíu ára ritstjórnarsetu Davíðs, að verulega er farið að súrna í samskiptum blaðs og flokks; þau hafa sennilega aldrei verið eins erfið. Núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur lengi mátt búa við það að vera talinn undir hæl Davíðs. Sem hefur ekki sparað sig í gagnrýni á núverandi forystu flokksins bjóði honum svo við að horfa. Og jafnvel látið eftir sér að fara um Bjarna hinum háðulegustu orðum, eins og til að mynda kemur fram í endurminningabók Helga Magnússonar, Lífið í lit, þar sem segir að Davíð hafi talið Bjarna fljóta sofandi að feigðarósi þegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var að liðast í sundur:„Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“ En, Bjarna hefur hins vegar tekist að halda þeim meintu væringum utan sviðsljóssins. Því kom ákvörðun hans um birtingu afmælisgreinarinnar í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu flatt upp á marga. Og til marks um að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart þrálátri gagnrýni Davíðs.Áslaug reynir að tala um fyrir reiðum Davíð Ritari flokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, er ein af vonarstjörnum flokksins og hún skrifaði hófstillta grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum. En, það þarf ekki bókmenntafræðing til að sjá hvert spjótin beinast í þessum línum:Davíð fer mikinn á síðum Morgunblaðsins en Sjálfstæðismönnum þykir sem leiðaraskrif blaðsins séu meira í takti við málflutning Miðflokksins en Sjálfstæðisflokksins.halldór„Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist. Því er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni, heldur þróast í takt við nýja tíma og leiða þær óumflýjanlegu breytingar sem framtíðin mun hafa með sér fremur en að óttast þær. Við tökumst á við framtíðina með opnum hug en stöndum vörð um grunngildin sem eiga jafn mikið upp á pallborðið árið 2019 og árið 1929.Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Við gerum greinarmun á grunngildum og einstaka stefnumálum eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við berum virðingu fyrir sögunni er mikilvægt að við mótum framtíðina.“Áslaug Arna reyndir að tala Davíð til. Staða hennar er sérstök því faðir hennar, Sigurbjörn Magnússon, sem hefur verið hennar helsti pólitíski ráðgjafi er jafnframt formaður stjórnar Árvakurs auk þess sem hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Davíðs.Vísir/VilhelmLjóst má vera að Áslaug Arna telur Davíð fulltrúa úreltra hugmynda, nátttröll sem standi í vegi. Hún reynir að tala um fyrir þessum aldna foringja en vert er að hafa hugfast að faðir Áslaugar Örnu er Sigurbjörn Magnússon lögmaður, sem jafnframt er formaður stjórnar Árvakurs, eignarhaldsfélags Morgunblaðsins. Auk þess sem Sigurbjörn hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Davíðs í gegnum tíðina.Orkupakkinn banabiti Sjálfstæðisflokksins Kornið sem fyllti mælinn, ástæðan fyrir því að þingflokknum þykir Davíð ekkert sérstaklega hnyttinn lengur, er málflutningur Davíðs sem notar Morgunblaðið óspart til að fordæma afstöðu Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu. Í nýlegu Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar má meðal annars lesa: „Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fóstureyðingarlögin, sem eru önnur af tveimur afmælisgjöfum flokksforystu til fólksins síns, séu komin úr Valhöll, herbúðum þess flokks. Það vekur nokkra undrun, þótt viðurkenna megi að það sé fátt sem veki undrun nú orðið. Uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist.Stjórnmálaflokkar eru ekki eilífir og hafi þeir ekki lengur fyrir neinu að berjast styttist í tilverunni og þýðir ekki að fárast yfir því. Enda þarf það í sjálfu sér ekki endilega að vera harmsefni.“ Davíð er þarna að vísa til skrifa Styrmis Gunnarssonar fyrrnefndum, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Styrmir er einarður andstæðingur orkupakkamálsins og telur að hann gæti hæglega klofið Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður; hreinlega orðið að aldurtila. Davíð er á sama máli.Styrmir og fleiri sem eru harðir andstæðingar orkupakkans. Þeim hugnast væntanlega vel skrif Davíðs en það sama verður ekki sagt um forystu Sjálfstæðisflokksins.Þarna er allt komið í hnút en áður en til endaloka Sjálfstæðisflokksins kemur er víst að áhrifamenn innan flokksins telja vert að horfa til starfsloka hins aldna foringja og ritstjóra blaðsins sem hefur verið í haltu mér slepptu mér sambandi í áratugi. Davíð er reyndar fyrir þó nokkru kominn á aldur, varð sjötugur í fyrra eins og áður sagði en það hefur ekki verið neitt fararsnið á honum úr ritstjórastóli þrátt fyrir það.Sáttaferli óhjákvæmilegt Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins en svo einn stofnenda Viðreisnar, veltir þessari athyglisverðu stöðu sem upp er komin fyrir sér í nýlegum pistli.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins spáir í stöðuna. Hann telur víst að eftir atið þurfi frjálslyndur armur flokksins að draga í land gagnvart Davíð.Vísir„Ritstjórar Morgunblaðsins hafa verið ódeigir í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í tvær fylkingar,“ skrifar Þorsteinn. Hann telur þessa andstöðu skiljanlega ef litið er til þess að þeir séu á móti öllu sem gæti opnað dyr á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þorsteinn sér fyrir sér að fara verði í allsherjar sáttarferli með málið, hvar Davíð er sem fyrr Þrándur í Götu.„Þegar þriðji orkupakkinn verður samþykktur á Alþingi má fastlega reikna með að allt kapp verði lagt á að sættir takist á ný milli þingflokks sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins,“ segir Þorsteinn eins og ekki sé við annað búandi. Hann telur reyndar að lausnin verði ekki sú að Davíð dragi sig í hlé: „Hætta er á að frjálslyndari armur flokksins, sem hefur blómstrað að undanförnu með varaformann og ritara flokksins í fremstu víglínu, verði knúinn til þess að draga í land í þeim tilgangi. Það á einnig við um utanríkisráðherrann sem staðið hefur sig einstaklega vel í umræðunni.“
Fjölmiðlar Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00 Davíð segist aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið Troðfullt var í afmælishófi Árvakurs til heiðurs Davíð Oddssyni sjötugum. 18. janúar 2018 10:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00
Davíð segist aldrei hafa hitt neinn sem les Fréttablaðið Troðfullt var í afmælishófi Árvakurs til heiðurs Davíð Oddssyni sjötugum. 18. janúar 2018 10:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent