Tvítugu Vinstri græn: Vernda eða sökkva? Elías Svavar Kristinsson skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar