Liðsmenn Patriots voru mættir á Fenway Park, heimavöll Boston Red Sox, og fögnuðu nýjasta meistaratitli sínum á fyrsta heimaleik Red Sox á nýju tímabili.
Með þeim í för var Lombardi bikarinn, bikarinn sem er í boði fyrir sigurvegara Ofurskálarinnar, Super Bowl.
Áður en leikur Red Sox hófst voru Patriots-menn að æfa sig að kasta hafnarboltum því þeir áttu að kasta fyrsta boltanum inn á völlinn og hefja leikinn.
Á meðan þeir léku sér tók Gronkowski upp á því að taka bikarinn og þykjast ætla að slá boltann með bikarnum í stað venjulegrar hafnarboltakylfu.
Hann hætti við á síðustu stundu en ákvað í staðinn að halda bikarnum út frá bringunni, svokallað „bunting“ og þar small hafnarboltinn í bikarnum með þeim afleiðingum að bikarinn beyglaðist all verulega.
Leikmenn Patriots voru þó ekkert allt of ósáttir með félaga sinn því nú hefur bikarinn, sá sjötti í safninu hjá Patriots, sérstakan karakter.
.@RobGronkowski left a mark on this organization.
And on the sixth Lombardi. pic.twitter.com/t5IVTyCXcA
— New England Patriots (@Patriots) April 17, 2019