"Ekkert samráð“ Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 14:25 Barr greindi frá skýrslunni í dag. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira