Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2019 20:44 Hanna Rósa Sveinsdóttir er formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30