Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2019 19:30 Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira