Nýkominn með bílinn úr Norrænu þegar hann fauk út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 11:13 Frá Suðurlandsvegi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju. Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju.
Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira