Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 33 ára karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í heimahúsi á Akureyri í janúar 2018.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt sunnudags 12. janúar 2018 haft kynferðismök við konu, sem þá var tvítug, án hennar samþykkis. Brotið var fjölþætt og reyndi hann meðal annars tvívegis að hafa kynferðismök um endaþarm þrátt fyrir ítrekaðar mótbárur og neitun.
Í dómnum kemur fram að ákærði og brotaþoli hafi eftir skemmtun í miðbæ Akureyrar farið í eftirpartí í heimahúsi ásamt húsráðanda og vinkonu brotaþola. Þar hafi ákærði farið afsíðis með brotaþola, á salerni íbúðarinnar haft við hana samræði og önnur kynferðismök á hennar samþykkis.
Þá er greint frá áverkum sem brotaþoli varð fyrir og þótti framburður stúlkunnar bæði trúverðugur og stöðugur.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konunni með því að girða niður um hana, snúa henni við og hefja samræði þrátt fyrir að hún hafi sagst ekki vilja það. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi og gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur og allan sakarkostnaðar upp á 1,9 milljónir.
Dóminn í heild má lesa hér.
Innlent