Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Ekki láta drauma annarra hafa áhrif á þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira