Júlíspá Siggu Kling - Fiskarnir: Ekki efast um ástina Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo ótrúlega smart samsetning, hefur brennandi ákafa á flestu sem þú tekur þér fyrir hendur og þessvegna gerir þú of miklar kröfur til sjálfs þíns og hefur of miklar væntingar. Þú þarft að skoða aðeins betur að líf þitt er miklu betra en það var fyrir ári síðan, því þá sérðu í raun hversu miklu þú hefur áorkað. Það eina sem flækist fyrir þér er heilabúið á þér, það er eins og það séu þar 70 herbergi og allstaðar kveikt ljós, en þú ert samt búnn að læra undanfarið að sleppa stjórninni og leyfa þér að fljóta og njóta. Það eru svo margir að hugsa til þín og vilja hjálpa þér í einu og öllu, en þér er svo illa við að biðja um aðstoð, en gerðu það samt núna og ekki fresta neinu, því þá fyllirðu sálina af óþarfa áhyggjum. Sýndu frekar hugrekki og láttu vaða, því þú átt eftir að komast upp með ótrúlega hluti vegna þess að fólk hefur dálæti á þér. En þar sem þú ert mikill „artisti“ og hefur þar af leiðandi mikið ímyndunarafl, þá getur þú til dæmis verið búinn að plana jarðarför kærastans, vinkonu þinnar og svo framvegis ef þau koma ekki á þeim tíma sem þú bjóst við þeim á! En sem betur fer ert þú líka með stórkostlegan húmor, bæði kaldhæðinn og eiturhvassan, svo um leið og þú getur hlegið og gert grín af því sem gerist hjá þér (eða gerist ekki „hugsunum“) þá losnarðu við álagið og erfiðleikana sem þér finnst hafa dansað í kringum þig. Þú ert þeim sjaldgæfa eiginleika gæddur að vera töframaður og í sumar er sérstaklega há, falleg og björt tíðni í kringum þig, svo þú getur töfrað fram lífið eins og þú vilt hafa það. Ekki efast um ástina, hún efast ekki um þig og þú hefur gaman að því að prófa svo margt, sem gerir ástarlíf þitt svo litríkt, svo ef þér finnst búið að vera tómt vesen tengt ástinni, þá ertu ekki á réttri leið. Þú hefur mikla hæfileika til að láta gott af þér leiða í lífinu og taktu eftir því að þegar þér líður sem best ertu búinn að hjálpa einhverjum öðrum, svo reyndu eins og þú getur að létta öðrum lífið með fallegum setningum eða gjörðum, þannig upplifirðu sanna hamingju. Knús og kveðja, þín Sigga KlingElín, Elizabeth, Sigmundur, Rihanna, Baltasar og Albert.Vísir/Getty/FBLFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúar Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars Páll Óskar poppstjarna, 16. mars Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar Liz Taylor, leikkona, 27. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo ótrúlega smart samsetning, hefur brennandi ákafa á flestu sem þú tekur þér fyrir hendur og þessvegna gerir þú of miklar kröfur til sjálfs þíns og hefur of miklar væntingar. Þú þarft að skoða aðeins betur að líf þitt er miklu betra en það var fyrir ári síðan, því þá sérðu í raun hversu miklu þú hefur áorkað. Það eina sem flækist fyrir þér er heilabúið á þér, það er eins og það séu þar 70 herbergi og allstaðar kveikt ljós, en þú ert samt búnn að læra undanfarið að sleppa stjórninni og leyfa þér að fljóta og njóta. Það eru svo margir að hugsa til þín og vilja hjálpa þér í einu og öllu, en þér er svo illa við að biðja um aðstoð, en gerðu það samt núna og ekki fresta neinu, því þá fyllirðu sálina af óþarfa áhyggjum. Sýndu frekar hugrekki og láttu vaða, því þú átt eftir að komast upp með ótrúlega hluti vegna þess að fólk hefur dálæti á þér. En þar sem þú ert mikill „artisti“ og hefur þar af leiðandi mikið ímyndunarafl, þá getur þú til dæmis verið búinn að plana jarðarför kærastans, vinkonu þinnar og svo framvegis ef þau koma ekki á þeim tíma sem þú bjóst við þeim á! En sem betur fer ert þú líka með stórkostlegan húmor, bæði kaldhæðinn og eiturhvassan, svo um leið og þú getur hlegið og gert grín af því sem gerist hjá þér (eða gerist ekki „hugsunum“) þá losnarðu við álagið og erfiðleikana sem þér finnst hafa dansað í kringum þig. Þú ert þeim sjaldgæfa eiginleika gæddur að vera töframaður og í sumar er sérstaklega há, falleg og björt tíðni í kringum þig, svo þú getur töfrað fram lífið eins og þú vilt hafa það. Ekki efast um ástina, hún efast ekki um þig og þú hefur gaman að því að prófa svo margt, sem gerir ástarlíf þitt svo litríkt, svo ef þér finnst búið að vera tómt vesen tengt ástinni, þá ertu ekki á réttri leið. Þú hefur mikla hæfileika til að láta gott af þér leiða í lífinu og taktu eftir því að þegar þér líður sem best ertu búinn að hjálpa einhverjum öðrum, svo reyndu eins og þú getur að létta öðrum lífið með fallegum setningum eða gjörðum, þannig upplifirðu sanna hamingju. Knús og kveðja, þín Sigga KlingElín, Elizabeth, Sigmundur, Rihanna, Baltasar og Albert.Vísir/Getty/FBLFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúar Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars Páll Óskar poppstjarna, 16. mars Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar Liz Taylor, leikkona, 27. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira