Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:05 Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. Mynd/Veðurstofa Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30