Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:00 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, við bílastæðið hjá Kirkjufellsfossi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent