Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2019 17:40 Landsréttur staðfesti dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995. Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995.
Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14