„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 11:12 WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. V'isir Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51