Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. mars 2019 10:00 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45