Erlent

Moskan opnuð á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Getty/Adam Bradley
Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt. BBC greinir frá.

Lögregla hafði lokað byggingunni svo rannsaka mætti vettvanginn gaumgæfilega en fimmtíu voru myrtir í skotárás í moskunni, sem og annarri mosku í borginni þann 15. mars síðastliðinn.

Litlum hópum var hleypt inn í moskuna á nýjan leik í nótt en á sama tíma gengu þrjú þúsund íbúar Cristchurch  stuðningsgöngu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna.

Meðal þeirra sem sneri aftur í moskuna var Aden Diriye, sem missti þriggja ára gamlan son sinn í árásinni.

„Ég er mjög ánægður,“ sagði Diriye við fjölmiðla. „Ég sneri aftur eins fljótt og hægt var, til að biðja.“

Vopnaðir lögreglumenn gæta moskunnar og gesta hennar en fimmtán manns er hleypt inn í einu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×