Lögregla þurfti ekki að vera viðstödd þegar foreldrum var sýnd upptaka af barninu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 11:51 Persónuvernd segir merkingar í íþróttamiðstöðinni ekki hafa samræmst lögum. Fréttablaðið/Vilhelm - Getty/hallojulie Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum. Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum.
Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06
Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36