Óskiljanlegt að Akureyringar séu innan við 50 þúsund Hjörleifur Hallgrímsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun