ASÍ fer hörðum orðum um fjárlagafrumvarp stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15