Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 20:30 Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00