Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 17:45 Boris Johnson hefur áður gefið út að ríkisstjórnin muni ekki óska eftir frekari frest. Vísir/AP Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00