Undirbúa innreið á bankamarkaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 07:45 Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson hafa þekkst frá því í grunnskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenska fjártæknifyrirtækið indó mun á næsta ári bjóða Íslendingum upp á veltureikninga sem verða að fullu tryggðir með ríkisskuldabréfum og innistæðum í Seðlabankanum. Vinnur indó þessa dagana að því að sækja um leyfi fyrir viðskiptabankastarfsemi og er vonast til þess að starfsemin verði komin á skrið á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtækið hefur lokið tveimur umferðum af fjármögnun og stefnir að því að ljúka þeirri síðustu þegar starfsleyfið er í höfn. „Hugmyndin snýst um valdeflingu viðskiptavina. Þú færð launin þín inn á bankareikning og átt að hafa heilmikið um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Þá ætti til dæmis ekki að nota hann til að fjármagna eitthvað sem þér er á móti skapi,“ segir Haukur Skúlason, sem stofnaði indó ásamt Tryggva Birni Davíðssyni en þeir hafa báðir víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Mun indó bjóða upp á veltureikninga sem hægt er að tengja við debetkort og verður þjónustan alfarið á snjallsímaforriti. Ólíkt hefðbundinni bankastarfsemi verða innistæður viðskiptavina indó ekki lánaðar út nema til ríkisins. Þannig verða öll innlán hjá indó lögð inn á reikning hjá Seðlabankanum eða þau verða fjárfest í ríkisskuldabréfum. Undirbúningsvinna að verkefninu hófst fyrir um einu og hálfu ári. Að sögn Hauks og Tryggva er slíkt algert nýnæmi í bankastarfsemi þar sem innlánseigendur geta í fyrsta skipti treyst því að innlán þeirra séu algerlega örugg óháð fjárhæð, og eins munu þeir vita nákvæmlega hvar peningar þeirra eru á hverjum tíma. „Við höfðum báðir fundið fyrir togstreitunni sem er á milli deilda í bönkum og þeim áskorunum sem fylgja aukinni samkeppni, tæknibreytingum og regluverkinu. Við settumst niður til að greina bankastarfsemina eins og hún leggur sig og veltum fyrir okkur hvort hægt væri að vera banki án þess að bjóða upp á alla þá þjónustu sem bankar í dag bjóða upp á með öllum þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Tryggvi. Á endanum ákváðu þeir að fara inn á veltuinnlánamarkaðinn með nýja og einfaldari nálgun. indó gekk frá fyrstu fjármögnunarumferð haustið 2018 og hóf í kjölfarið að byggja upp teymi í kringum verkefnið. „Fram að því höfðum við verið í bílskúrum, fundarherbergjum á Þjóðarbókhlöðunni og ótal kaffihúsum bæjarins að vinna að stofnun fyrirtækisins,“ segir Tryggvi. Þá var gengið frá annarri fjármögnunarumferð í ágúst og stefnt er að síðustu umferðinni eftir að starfsleyfið er komið í hús. Haukur segir að starfsemi indó muni einnig skera sig frá stóru íslensku bönkunum með því að búa til samfélag í kringum þjónustuna. „Við ætlum að feta í fótspor erlendra banka á borð við Monzo með því að hanna þjónustuna þannig að hún hvetji til jákvæðrar hegðunar og markmiðasetningar, hvort sem það er í fjármálum eða á öðrum sviðum lífsins,“ segir Haukur og tekur dæmi. „Segjum sem svo að þú ætlir að byrja í ræktinni og mæta tvisvar í viku, þá gætirðu sett þér markmið í gegnum appið og ef þú nærð þeim standa þér fríðindi til boða. Þannig er hægt að stuðla að jákvæðri hegðun og að því að viðskiptavinum finnist þeir tilheyra samfélagi.“Hvenær verður starfsemin komin á fullt skrið? Haukur: „Það eru margir þættir sem spila þar inn í og þeir eru ekki allir á okkar valdi. Við erum búin að teikna upp alla kerfisinnviðina og vel á veg komin með að ljúka smíði þeirra, og erum núna að vinna að því að ganga frá umsókn um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Í kjölfarið hefst samtal við eftirlitsstofnanir um hvernig reksturinn geti uppfyllt öll skilyrði. Þegar það er frágengið munum við byrja á því að veita þjónustuna til prufuhópa þannig að við getum stýrt aðgenginu og fjölda notenda. Við erum nú þegar að taka á móti skráningum í prufuhóp á heimasíðu okkar. Ef allt gengur vel þá sjáum við fram á að starfsemin verði komin á fullt skrið á fyrri hluta næsta árs.“Munuð þið einblína á íslenska markaðinn? Haukur: „Við horfum fyrst og fremst á markaðinn á Íslandi og einskorðum starfsemi fyrirtækisins við hann. En seinna meir, ef nálgunin hér á landi gengur vel, munum við skoða það að hefja starfsemi í öðrum Evrópulöndum þar sem regluverkið er svipað. En ef við förum með viðskiptamódelið út fyrir landsteinana verður starfsemin þar aðskilin frá starfseminni hér heima. Kjarninn í rekstrarmódelinu er að peningarnir séu alltaf öruggir og að hlutirnir séu framkvæmdir með einföldum og gegnsæjum hætti.“Það hljóta að felast ýmsar áskoranir í því að hefja viðskiptabankastarfsemi, ekki satt? Tryggvi: „Stærsta áskorunin, og sú sem hefur verið skemmtilegast að yfirstíga, var sú að hlusta ekki á þá sem sögðu að þetta væri ekki hægt. En þetta er víst hægt, við erum að framkvæma hugmyndina og það hefur skipt sköpum að vera hluti af teymi sem hefur sama hugarfar.“Með víðtæka reynslu úr fjármálum og tækni Báðir stofnendur indó hafa starfað á fjármálamarkaði um langt skeið. Haukur starfaði í tíu ár hjá Íslandsbanka þar sem hann var m.a. forstöðumaður framtaksfjárfestinga og forstöðumaður greiningar og stefnumótunar á viðskiptabankasviði. Tryggvi Björn var framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka á árunum 2011 til 2017 en fyrir það starfaði hann hjá Barclays Capital í London við að byggja upp skuldabréfafjárfestingasvið breska bankans. „Fjártæknin hefur að mestu leyti verið til hliðar og feimin við það að fara inn í eftirlitsskyldan rekstur. Við komum báðir úr eftirlitsskyldum rekstri og okkar sýn er sú að til þess að fjártækni geti haft raunveruleg áhrif þá þurfi að fara alla leið,“ segir Tryggvi. Starfsmenn indó eru sex talsins að stofnendunum meðtöldum. Þeir sem vinna að hugbúnaðarþróun fyrirtækisins hafa meðal annars starfað hjá Plain Vanilla, Reiknistofu bankanna og uppbyggingu á tölvukerfum WOW air. „Í bankastarfsemi þarf þekking á ólíkum sviðum að koma saman. Það þarf þekkingu á regluumhverfinu, fjármálamörkuðum, kerfisinnviðum og markaðssetningu svo dæmi séu tekin,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tækni Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslenska fjártæknifyrirtækið indó mun á næsta ári bjóða Íslendingum upp á veltureikninga sem verða að fullu tryggðir með ríkisskuldabréfum og innistæðum í Seðlabankanum. Vinnur indó þessa dagana að því að sækja um leyfi fyrir viðskiptabankastarfsemi og er vonast til þess að starfsemin verði komin á skrið á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtækið hefur lokið tveimur umferðum af fjármögnun og stefnir að því að ljúka þeirri síðustu þegar starfsleyfið er í höfn. „Hugmyndin snýst um valdeflingu viðskiptavina. Þú færð launin þín inn á bankareikning og átt að hafa heilmikið um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Þá ætti til dæmis ekki að nota hann til að fjármagna eitthvað sem þér er á móti skapi,“ segir Haukur Skúlason, sem stofnaði indó ásamt Tryggva Birni Davíðssyni en þeir hafa báðir víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Mun indó bjóða upp á veltureikninga sem hægt er að tengja við debetkort og verður þjónustan alfarið á snjallsímaforriti. Ólíkt hefðbundinni bankastarfsemi verða innistæður viðskiptavina indó ekki lánaðar út nema til ríkisins. Þannig verða öll innlán hjá indó lögð inn á reikning hjá Seðlabankanum eða þau verða fjárfest í ríkisskuldabréfum. Undirbúningsvinna að verkefninu hófst fyrir um einu og hálfu ári. Að sögn Hauks og Tryggva er slíkt algert nýnæmi í bankastarfsemi þar sem innlánseigendur geta í fyrsta skipti treyst því að innlán þeirra séu algerlega örugg óháð fjárhæð, og eins munu þeir vita nákvæmlega hvar peningar þeirra eru á hverjum tíma. „Við höfðum báðir fundið fyrir togstreitunni sem er á milli deilda í bönkum og þeim áskorunum sem fylgja aukinni samkeppni, tæknibreytingum og regluverkinu. Við settumst niður til að greina bankastarfsemina eins og hún leggur sig og veltum fyrir okkur hvort hægt væri að vera banki án þess að bjóða upp á alla þá þjónustu sem bankar í dag bjóða upp á með öllum þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Tryggvi. Á endanum ákváðu þeir að fara inn á veltuinnlánamarkaðinn með nýja og einfaldari nálgun. indó gekk frá fyrstu fjármögnunarumferð haustið 2018 og hóf í kjölfarið að byggja upp teymi í kringum verkefnið. „Fram að því höfðum við verið í bílskúrum, fundarherbergjum á Þjóðarbókhlöðunni og ótal kaffihúsum bæjarins að vinna að stofnun fyrirtækisins,“ segir Tryggvi. Þá var gengið frá annarri fjármögnunarumferð í ágúst og stefnt er að síðustu umferðinni eftir að starfsleyfið er komið í hús. Haukur segir að starfsemi indó muni einnig skera sig frá stóru íslensku bönkunum með því að búa til samfélag í kringum þjónustuna. „Við ætlum að feta í fótspor erlendra banka á borð við Monzo með því að hanna þjónustuna þannig að hún hvetji til jákvæðrar hegðunar og markmiðasetningar, hvort sem það er í fjármálum eða á öðrum sviðum lífsins,“ segir Haukur og tekur dæmi. „Segjum sem svo að þú ætlir að byrja í ræktinni og mæta tvisvar í viku, þá gætirðu sett þér markmið í gegnum appið og ef þú nærð þeim standa þér fríðindi til boða. Þannig er hægt að stuðla að jákvæðri hegðun og að því að viðskiptavinum finnist þeir tilheyra samfélagi.“Hvenær verður starfsemin komin á fullt skrið? Haukur: „Það eru margir þættir sem spila þar inn í og þeir eru ekki allir á okkar valdi. Við erum búin að teikna upp alla kerfisinnviðina og vel á veg komin með að ljúka smíði þeirra, og erum núna að vinna að því að ganga frá umsókn um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Í kjölfarið hefst samtal við eftirlitsstofnanir um hvernig reksturinn geti uppfyllt öll skilyrði. Þegar það er frágengið munum við byrja á því að veita þjónustuna til prufuhópa þannig að við getum stýrt aðgenginu og fjölda notenda. Við erum nú þegar að taka á móti skráningum í prufuhóp á heimasíðu okkar. Ef allt gengur vel þá sjáum við fram á að starfsemin verði komin á fullt skrið á fyrri hluta næsta árs.“Munuð þið einblína á íslenska markaðinn? Haukur: „Við horfum fyrst og fremst á markaðinn á Íslandi og einskorðum starfsemi fyrirtækisins við hann. En seinna meir, ef nálgunin hér á landi gengur vel, munum við skoða það að hefja starfsemi í öðrum Evrópulöndum þar sem regluverkið er svipað. En ef við förum með viðskiptamódelið út fyrir landsteinana verður starfsemin þar aðskilin frá starfseminni hér heima. Kjarninn í rekstrarmódelinu er að peningarnir séu alltaf öruggir og að hlutirnir séu framkvæmdir með einföldum og gegnsæjum hætti.“Það hljóta að felast ýmsar áskoranir í því að hefja viðskiptabankastarfsemi, ekki satt? Tryggvi: „Stærsta áskorunin, og sú sem hefur verið skemmtilegast að yfirstíga, var sú að hlusta ekki á þá sem sögðu að þetta væri ekki hægt. En þetta er víst hægt, við erum að framkvæma hugmyndina og það hefur skipt sköpum að vera hluti af teymi sem hefur sama hugarfar.“Með víðtæka reynslu úr fjármálum og tækni Báðir stofnendur indó hafa starfað á fjármálamarkaði um langt skeið. Haukur starfaði í tíu ár hjá Íslandsbanka þar sem hann var m.a. forstöðumaður framtaksfjárfestinga og forstöðumaður greiningar og stefnumótunar á viðskiptabankasviði. Tryggvi Björn var framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka á árunum 2011 til 2017 en fyrir það starfaði hann hjá Barclays Capital í London við að byggja upp skuldabréfafjárfestingasvið breska bankans. „Fjártæknin hefur að mestu leyti verið til hliðar og feimin við það að fara inn í eftirlitsskyldan rekstur. Við komum báðir úr eftirlitsskyldum rekstri og okkar sýn er sú að til þess að fjártækni geti haft raunveruleg áhrif þá þurfi að fara alla leið,“ segir Tryggvi. Starfsmenn indó eru sex talsins að stofnendunum meðtöldum. Þeir sem vinna að hugbúnaðarþróun fyrirtækisins hafa meðal annars starfað hjá Plain Vanilla, Reiknistofu bankanna og uppbyggingu á tölvukerfum WOW air. „Í bankastarfsemi þarf þekking á ólíkum sviðum að koma saman. Það þarf þekkingu á regluumhverfinu, fjármálamörkuðum, kerfisinnviðum og markaðssetningu svo dæmi séu tekin,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tækni Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira