Innlent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Vísir/Vilhelm
Fylgi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi er 21,6 prósent samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafn lítið og síðan í efnahagshruninu, eða í nóvember 2008. Mældist flokkurinn þá með 20,6 prósent.

Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunni

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þar segir einnig að fylgi Viðreisnar hafi aukist um tvö prósent frá síðustu mánaðamótum, og er það nú 12 prósent. Breytingar á fylgi annarra flokka eru ekki taldar marktækar.

Tæp 14 prósent segjast styðja Samfylkinguna, eða um einu prósentustigi fleiri en þeir sem styðja Pírata. Miðflokkurinn nýtur um 12 prósenta fylgis, líkt og Vinstri græn.

Þá segjast níu prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ef miðað er við könnunina kæmi Flokkur fólksins til með að detta út af þingi í næstu kosningum, með fjögurra prósenta fylgi. Þar rétt á eftir fylgir Sósíalistaflokkurinn með þrjú prósent á bak við sig.

Um 10 prósent segjast myndu skila auðu eða kjósa ekki. Þá sögðust 12 prósent aðspurðra ekki taka afstöðu eða ekki vilja gefa hana upp.

Í frétt RÚV kemur einnig fram að rétt tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina, eða 48 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×