Lífið

De Niro leikur rað­morðingja í nýrri mynd Scor­sese

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Martin Scorsese og Robert De Niro.
Martin Scorsese og Robert De Niro. getty/Stephane Cardinale - Corbis
Leikarinn Robert De Niro og leikstjórinn Martin Scorsese hafa þegar hafið undirbúning saman á nýrri kvikmynd en myndin þeirra, The Irishman, mun verða frumsýnd á New York Film Festival kvikmyndahátíðinni þann 27. september.

Tvímenningarnir munu næst framleiða myndina Killers of the Flower Moon. Til stendur að leikarinn Leonardo DiCaprio sláist í lið með þeim.

Killers of the Flower Moon verður gerð eftir samnefndri bók sem er glæpasaga byggð á atburðum sem gerðust í Oklahoma á þriðja áratug síðustu aldar. Fjöldi meðlima Osage frumbyggjaættbálksins voru myrtir eftir að þeir fundu olíu á landi sínu.

Framleiðsla myndarinnar á, samkvæmt upplýsingum frá Deadline, að byrja um mitt næsta ár en liðin eru tvö ár síðan Scorsese lýsti því yfir að De Niro og DiCaprio væru draumaleikarar hans fyrir myndina.

De Niro og Scorsese hafa þegar gert margar myndir sem hafa gert garðinn grænan, þar á meðal Mean Streets, Goodfellas, Raging Bull, Taxi Driver og Casino en síðan eru liðin 25 ár. Samkvæmt nýjustu fregnum mun De Niro fara með hlutverk raðmorðingjans William Hale.

Bókin er glæpasaga sem gerist á þriðja áratugi tuttugustu aldarinnar í Oklahoma þar sem Osage frumbyggjarnir fengu tekjur af olíu sem fannst undir landi þeirra. Fljótlega eftir það fóru meðlimir ættbálksins að finnast myrtir, sem og þeir sem reyndu að rannsaka málið. Svo fór að nýstofnuð Alríkislögreglan tók að sér málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.