Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 19:19 Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira