Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 14:07 Það er ekki jafn bjart yfir matvöruverði á Íslandi miðað við Norðurlöndin og var í Reykjavík þennan fallega vetrardag. Vísir/Vilhelm Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Verðkönnunin var framkvæmd dagana 5.- 9. desember síðastliðinn í leiðandi lágvöruverðsversunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Í könnuninni er borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.Reykjavík er langdýrust en meira jafnvægi er á milli hinna Norðurlandanna.40% verðmunur á Reykjavík og Oslo Verðsamanburðurinn var gerður á vörukörfu sem inniheldur undirstöðumatvörur úr öllum helstu vöruflokkum í lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Samkvæmt úttektinni er vöruverð í lágvöruverðsverslunum hæst á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en vörukarfan er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki sem var með lægsta vöruverðið. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík. Vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman kostaði mest í Reykjavík eða 7.878 kr. og næst mest í Noregi, 5.631. kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki.Vörukarfan sem var til samanburðar.Mikill verðmunur á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti Mikill verðmunur var á kjöt- og mjólkurvörum og grænmeti í könnuninni. Þannig kostar kílóið af brauðosti (25-30%) 1.411 kr. á Íslandi en 1.235 kr. í Noregi sem er með næst hæsta verðið, 1.097 kr í Kaupmannahöfn, 678 kr. í Stokkhólmi, og 556 kr. í Helsinki. Þannig reyndist 152% verðmunur er á kílóverði af brauðosti milli Reykjavíkur og Helsinki. Mikill verðmunur er einnig á kjötvörum en kíló af ungnautahakki kostar 1.598 kr. í Reykjavík, 1.326 kr í Oslo, 1.043 kr. í Kaupmannahöfn, 1.085 kr. í Kaupmannahöfn og 946 kr. í Helsinki sem gerir 69% verðmun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240% verðmunur á niðursneiddri skinku sem kostar 2.749 kr. kg á Íslandi, 1.058 kr. í Kaupmannahöfn, 1.035 kr. í Oslo, 813 kr. í Stokkhólmi og 808 kr. í Finnlandi þar sem verðið er lægst. Verðmunurinn á grænmeti var sömuleiðis mikill en sem dæmi má nefna að 560% munur var á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum og 213% munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um verðmun á milli höfuðborganna á vörum úr vörukörfunni.Áþekkar niðurstöður og úr könnun Verðlagseftirlits 2006 Niðurstöðurnar könnunarinnar eru í takt við það sem kom út úr sambærilegri verðkönnun sem Verðlagseftirlitið framkvæmdi árið 2006. Helsti munurinn er sá að meiri munur er á Íslandi og Oslo í dag en þá en 40% verðmunur er á vörukörfunni nú en einungis 3% þá. Stokkhólmur var ódýrasta borgin árið 2006 en í dag er Helsinki ódýrasta borgin. Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu Hagstofan vakti nýlega athygli á uppfærðri tölfræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat um verðlag á Norðurlöndunum þar sem fram kemur að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Ísland er þar í flokki með Sviss og Norðurlöndunum þar sem verðlag er á bilinu 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu.Um könnunina Verðkönnunin var framkvæmd í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna 5.- 9. desember síðastliðinn. Farið var í leiðandi matvörukeðjur á hverjum stað þar sem gera má heildarinnkaup til heimilisins. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein tegund af tiltekinni vöru var fáanleg í versluninni, var ávallt valinn ódýrasti kosturinn sem uppfyllti sett skilyrði. Borið er saman verð til neytenda út úr verslun og það umreiknað í íslenskar krónur mv. meðalgengi viðkomandi gjaldmiðils 5.-9. desember, dagana sem könnunin var framkvæmd. Matur Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Verðkönnunin var framkvæmd dagana 5.- 9. desember síðastliðinn í leiðandi lágvöruverðsversunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Í könnuninni er borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.Reykjavík er langdýrust en meira jafnvægi er á milli hinna Norðurlandanna.40% verðmunur á Reykjavík og Oslo Verðsamanburðurinn var gerður á vörukörfu sem inniheldur undirstöðumatvörur úr öllum helstu vöruflokkum í lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Samkvæmt úttektinni er vöruverð í lágvöruverðsverslunum hæst á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en vörukarfan er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki sem var með lægsta vöruverðið. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík. Vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman kostaði mest í Reykjavík eða 7.878 kr. og næst mest í Noregi, 5.631. kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki.Vörukarfan sem var til samanburðar.Mikill verðmunur á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti Mikill verðmunur var á kjöt- og mjólkurvörum og grænmeti í könnuninni. Þannig kostar kílóið af brauðosti (25-30%) 1.411 kr. á Íslandi en 1.235 kr. í Noregi sem er með næst hæsta verðið, 1.097 kr í Kaupmannahöfn, 678 kr. í Stokkhólmi, og 556 kr. í Helsinki. Þannig reyndist 152% verðmunur er á kílóverði af brauðosti milli Reykjavíkur og Helsinki. Mikill verðmunur er einnig á kjötvörum en kíló af ungnautahakki kostar 1.598 kr. í Reykjavík, 1.326 kr í Oslo, 1.043 kr. í Kaupmannahöfn, 1.085 kr. í Kaupmannahöfn og 946 kr. í Helsinki sem gerir 69% verðmun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240% verðmunur á niðursneiddri skinku sem kostar 2.749 kr. kg á Íslandi, 1.058 kr. í Kaupmannahöfn, 1.035 kr. í Oslo, 813 kr. í Stokkhólmi og 808 kr. í Finnlandi þar sem verðið er lægst. Verðmunurinn á grænmeti var sömuleiðis mikill en sem dæmi má nefna að 560% munur var á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum og 213% munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um verðmun á milli höfuðborganna á vörum úr vörukörfunni.Áþekkar niðurstöður og úr könnun Verðlagseftirlits 2006 Niðurstöðurnar könnunarinnar eru í takt við það sem kom út úr sambærilegri verðkönnun sem Verðlagseftirlitið framkvæmdi árið 2006. Helsti munurinn er sá að meiri munur er á Íslandi og Oslo í dag en þá en 40% verðmunur er á vörukörfunni nú en einungis 3% þá. Stokkhólmur var ódýrasta borgin árið 2006 en í dag er Helsinki ódýrasta borgin. Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu Hagstofan vakti nýlega athygli á uppfærðri tölfræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat um verðlag á Norðurlöndunum þar sem fram kemur að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Ísland er þar í flokki með Sviss og Norðurlöndunum þar sem verðlag er á bilinu 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu.Um könnunina Verðkönnunin var framkvæmd í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna 5.- 9. desember síðastliðinn. Farið var í leiðandi matvörukeðjur á hverjum stað þar sem gera má heildarinnkaup til heimilisins. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein tegund af tiltekinni vöru var fáanleg í versluninni, var ávallt valinn ódýrasti kosturinn sem uppfyllti sett skilyrði. Borið er saman verð til neytenda út úr verslun og það umreiknað í íslenskar krónur mv. meðalgengi viðkomandi gjaldmiðils 5.-9. desember, dagana sem könnunin var framkvæmd.
Matur Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira