Íslenski boltinn

Geir og Guðni mætast í beinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson.
Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. Vísir/vilhelm & anton
Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson munu taka þátt í kappræðum í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi.

Kosið verður um nýjan formann KSÍ á ársþingi sambandsins næstkomandi laugardag. Guðni og Geir eru einu frambjóðendurnir til formanns.

Guðni hefur sinnt starfi formanns síðustu tvö ár en hann tók við starfinu af Geir sem hafði þá setið sem formaður í tíu ár. Eftir tveggja ára fjarveru vill Geir setjast aftur í formannsstólinn.

Þeir félagar munu sitja fyrir svörum í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir málin. Kappræðurnar hefjast klukkan 21.45.


Tengdar fréttir

Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið.

Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×