Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 3. desember 2019 20:28 Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30