Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Robbie Jay Barratt Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira