Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21
„Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02
Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24